Afþreying / Helst að sjá
Afþreying / Helst að sjá
Á Sikiley má finna allt sem ferðamaðurinn girnist. Stórkostleg náttúra, fallegar strendur, fjörugt næturlif, skoðunarferðir um sveitir, bæi og borgir. Verslanir, Jetski, bátsferðir, köfun, snorkel, partý siglingar, strand partý, rafting , spennandi gönguferðir á eldfjallið Etnu og auðvitað ævintýra- og vatnsgarðinn Etnaland semer með um 18 vatnsrennibrautum, sumum all svakalegum og rússibönum sem eru ekki síðri og margt fleira.

Á Sikiley er svo hægt að fara í gott úrval skoðunarferð til að sjá og upplifa þessa fallega eyju. Hér má nefna Dal Hofanna Agrigento (Valley of the Temples), Neapolis garðinn á Syracuse sem er á heimsminjaskrá UNESCO, skoða borgina Noto, dagsferð um Palermo höfuðborgina ofanjarðar – eða í katakombunum - eðasambærilega ferð um Catania borgina, auðvitað er svo Messina skemmtileg að sækja heim. nú eða taka ferð og upplifa söguslóðir þríleiksins The Godfather Svo er alltaf hægt að taka tíma til þess að læra að búa til flotta rétti á sikileyska vísu í Taormina.