Afþreying / Helst að sjá
Afþreying / Helst að sjá
Eins og áður sagði er afþreyingu á Möltu æði fjölbreytt. Hér má nefna jeppa safarí, Seqway, fjallahjól, tennis, golf, siglingar, snorkel, köfun, parti siglingar, kajak, fjórhjól auk spennandi skoðunarferða um eyjuna. Þá er gaman að kíkja til Aquarium þar sem sjá má m.a stærðar hákarla og skötur synda um og meira, svokallað Flyboard er orðið griðar vinsælt, þá fljúgið þið á borði i orðsins fyllstu merkingu. Marina park sjávar dýragarðurinn þar sem hægt er m.a. að synda meðhöfrungum, sjá framandi fugla og skriðdýr. Auk þess má sjá dýrin leika listir sínar og fræðast um lifið i sjónum i leiðinni.

Má einnig nefna Popeye village sem er litill bær er samanstendur af litríkum húsum en bærinn var búinn til i kringum bíómyndina Popeye sem var vinsæll söngleikur. Popeye village er nú með vinsælli ferðmannastöðum á Möltu.

Þá er næturlífið á Möltu alveg einstakt, mikið úrval af góðum diskótekum, krám, matsölustöðum og auðvitað ævinlega eitthvað skemmtilegt í gangi s.s tónleikar og flr.

Loks er þess að geta að allir sem heimsækja Möltu þurfa að taka smá „Sögustund“ og gefa sér tíma til að skoða gömlu virkin, hallirnar og gömlu borgina Mdina.