DÓMINÍSKA LÝÐVELDIÐ
Karabíahafinu er að finna perlur en sú sem skín skærast er Dóminíska lýðveldið. Gullfalleg eyja sem
býður upp á margar af fallegustu ströndum heims, stórbrotið landslag, bjóðandi og vinalegt heimafólk,
sjóðheita tónlist og seiðandi dansa og lifandi söguslóðir.
DÓMINÍSKA LÝÐVELDIÐ - Paradís fyrir huga og sál
Í Karabíahafinu er að finna perlur en sú sem skín skærast er Dóminíska lýðveldið. Gullfalleg eyja sem býður upp á margar af fallegustu ströndum heims, stórbrotið landslag, bjóðandi og vinalegt heimafólk, sjóðheita tónlist og seiðandi dansa og lifandi söguslóðir.

Dóminíska lýðveldið er land á eystri hluta eyjunnar Hispaníólu sem er ein af stóru Antillaeyjum með landamæri í vestri að Haití. Eyjan er næststærst eyjanna á eftir Kúbu og liggur vestan við Púertó Ríkó og austan við Kúbu og Jamaíku. Eyjan er nefnd eftir höfuðborg landsins Santo Dominco.

Þar er að finna einstaka veðurblíðu árið um kring og er meðalhiti um 25 gráður á C. Spænska er opinbert tungumál og svo verið frá því að Kristófer Kólumbus kom til eyjunnar fyrstur landkönnuða 1492 og hérna stofnuðu Spánverjar fyrstu nýlendu Evrópumanna í hinum nýja heimi.

Eyjan státar af einstaklega fallegum ströndum með hvítum mjúkum sandi þar sem notanlegar túrkisbláar öldur hafsins velta letilega að landi og gæla við strandgestina. Pálmatrén standa svo vaktina um eyjuna alla og á henni er að finna fjöll, dali, skógi vaxnar hlíðar, skemmtilega flóru af vötnum og lónum og auðvitað heillandi dýralíf. Þá er gestrisni heimamanna einstök og bjóða þeir þig velkominn / velkomna með hlýrri framkomu og geislandi brosi.
UMSAGNIR
„Tvær vikur til að gera nokkurn veginn hvað sem maður vildi“
útskriftarnemar FSH sumarið 2009.
Ég veit ekki hvað fleira ég gæti sagt, ferðin var í heild mjög ánægjuleg og ég mæli með henni!

Úff, bara farið að langa aftur.

Bestu kveðjur,
Veigar Pálsson,
Útskrifarhópur FSH
UM OKKUR
Ferðaskrifstofan Trans Atlantic sérhæfir sig í útskriftarferðum. Ferðaskrifstofan starfar með
það að leiðarljósi að stuðla að auknu framboði, kynna nýja áfangastaði, búa til eftirminnilegar ferðir
og kappkosta að bjóða hagkvæmustu kjörin. Við elskum ferðalög og búum til ferðir sem henta þér og þínum hóp.
Ferðaskrifstofan Trans-Atlantic ehf
Heimilisfang: Síðumúli 13, Reykjavík Strandgata 29