IBIZA - Eyjan sem aldrei sefur
IBIZA
Ibiza er eyjan sem aldrei sefur. Frábær stemmning, gott næturlíf og gott veður. Meðalhiti í júní, júlí, ágúst og september er
26 gráður og 30 gráður í ágúst og september. Rigning er lítil sem engin yfir tímabilið.Ekki velja þetta dæmi ef þú vilt hvíla
þig mikið í útskriftarferðinni ! Maður leggur sig bara þegar maður kemur heim aftur :)
26 gráður og 30 gráður í ágúst og september. Rigning er lítil sem engin yfir tímabilið.Ekki velja þetta dæmi ef þú vilt hvíla
þig mikið í útskriftarferðinni ! Maður leggur sig bara þegar maður kemur heim aftur :)
Ibiza hefur um áraraðir verið þekktasti staðurinn fyrir þá sem elska almennilega tónlist og þekkja til meistara eins og David Guetta, Tiesto, Erik Morillo, Roger Sanches og Swedish House Mafia, en allir þessir og fleirri til eru fastagestir á eyjunni öll sumur.
Við komu á Ibiza flugvöll tekur fararstjóri á móti ykkur og sér um að flytja ykkur og farangurinn frá flugvelli á gististaðinn sem dvalið er á. Þegar innritun er lokið er um að gera að skella sér beint upp á sundlaugarsvæðið, tékka á aðstöðunni, kannski taka smá sprett í lauginni, klára einn leik í strandblakinu nú eða bara vera slakur í sólinni með einn kaldann. Er lífið ekki til þess að lifa því ?
Við komu á Ibiza flugvöll tekur fararstjóri á móti ykkur og sér um að flytja ykkur og farangurinn frá flugvelli á gististaðinn sem dvalið er á. Þegar innritun er lokið er um að gera að skella sér beint upp á sundlaugarsvæðið, tékka á aðstöðunni, kannski taka smá sprett í lauginni, klára einn leik í strandblakinu nú eða bara vera slakur í sólinni með einn kaldann. Er lífið ekki til þess að lifa því ?
UMSAGNIR
„Allt sem hugurinn girnist“ - Útskriftarferð Kvennó
Ímynd okkar um Ibiza er allt allt allt öðruvísi í dag en fyrr á þessu ári. Við getum auðveldlega sagt að þessi ferð er tipp topp fyrir útskriftarhópa, sérstaklega þegar stórir skólar fara og þ.a.l. fjölmennur hópur. Ibiza er mjög falleg eyja, mun fallegri en við bjuggumst við. Hún bíður uppá allt sem hugurinn girnist. Ég held að það sé alveg klárt mál að þetta var ekki í síðasta skipti sem við heimsækjum þessa fallegu eyju og vonum við að fleiri fari þangað og þá sérstaklega útskriftarhópar því þessi sérstaka ferð hentar þeim fullkomlega. Gististaðurinn er mjög flottur, verðið er mjög gott, skemmtistaðirnir eru mjög góðir. Frábær ferð og okkur langar eiginlega bara út aftur sem fyrst.
Takk kærlega fyrir okkur!
Fyrir hönd Kvennó
Sindri Már Hjartarson og Þorbjörg Ásta Leifsdóttir
Takk kærlega fyrir okkur!
Fyrir hönd Kvennó
Sindri Már Hjartarson og Þorbjörg Ásta Leifsdóttir
„Þessi ferð mun seint gleymast og Ibiza lifa í minningunni sem fallega eyjan sem aldrei sefur og svíkur engan!“ - Skólafélag MS
Ferð til Ibiza hentar frábærlega hópum sem leggja höfuðáherslu á að skemmta sér saman sem heild, hafa nóg að gera, kynnast betur og þétta hópinn. Okkar reynsla var sú að mikil samheldni myndaðist meðal hópsins, góður andi var í kringum allt, djammið stóðst væntingar og allir fóru sáttir heim. Okkar ímynd af Ibiza er klárlega önnur en áður og mun þessi ferð seint gleymast og Ibiza lifa í minningunni sem fallega eyjan sem aldrei sefur og svíkur engan!
Takk kærlega fyrir okkur!!
Sigrún Tómasdóttir og Birta Árdal Bergsteinsdóttir
Skólafélag Menntaskólans við Sund
Takk kærlega fyrir okkur!!
Sigrún Tómasdóttir og Birta Árdal Bergsteinsdóttir
Skólafélag Menntaskólans við Sund
„Við söknum Ibiza alla daga!“
Útskriftarferð MK
Útskriftarferð MK
Okkur fannst þessi ferð hreint út sagt GEÐVEIK, skemmtileg upplifun og við lítum á Ibiza núna með jákvæðu hugarfari og segjum ekkert nema góða hluti um þessa eyju, mælum eindregið með henni fyrir fólk á okkar aldri ef það vill upplifa skemmtilega djamm ferð. Það sniðuga við þetta er þessi “all inclusive” pakki. Mjög þægilegt og hentugt og þú mátt vera með læti allan sólarhringinn!
Við söknum Ibiza alla daga og þegar Flass hópurinn var þarna þá vorum við næstum því búnar að hoppa uppí næstu flugvél og joina partyið!
Við getum lofað ykkur því að þið munuð sjá okkur þarna næsta sumar með MK 92’ árganginn í eftirdragi tilbúin að upplifa Ibiza og Punta Arabí með okkur Mörtu og Sunnu og við getum ekki beðið. Erum strax byrjaðar að plana fyrir árganginn okkar og munum hafa samband þegar nær dregur.
Sunna Dís Guðjónsdóttir og Marta Kjartansdóttir
Menntaskólinn í Kópavogi
Við söknum Ibiza alla daga og þegar Flass hópurinn var þarna þá vorum við næstum því búnar að hoppa uppí næstu flugvél og joina partyið!
Við getum lofað ykkur því að þið munuð sjá okkur þarna næsta sumar með MK 92’ árganginn í eftirdragi tilbúin að upplifa Ibiza og Punta Arabí með okkur Mörtu og Sunnu og við getum ekki beðið. Erum strax byrjaðar að plana fyrir árganginn okkar og munum hafa samband þegar nær dregur.
Sunna Dís Guðjónsdóttir og Marta Kjartansdóttir
Menntaskólinn í Kópavogi
UM OKKUR
Ferðaskrifstofan Trans Atlantic sérhæfir sig í útskriftarferðum. Ferðaskrifstofan starfar með
það að leiðarljósi að stuðla að auknu framboði, kynna nýja áfangastaði, búa til eftirminnilegar ferðir
og kappkosta að bjóða hagkvæmustu kjörin. Við elskum ferðalög og búum til ferðir sem henta þér og þínum hóp.
það að leiðarljósi að stuðla að auknu framboði, kynna nýja áfangastaði, búa til eftirminnilegar ferðir
og kappkosta að bjóða hagkvæmustu kjörin. Við elskum ferðalög og búum til ferðir sem henta þér og þínum hóp.
Ferðaskrifstofan Trans-Atlantic ehf
Heimilisfang: Síðumúli 13, Reykjavík Strandgata 29
Heimilisfang: Síðumúli 13, Reykjavík Strandgata 29