Malta
Malta
MALTA er svo hin fallega perla Miðjarahafsins sem boðið er upp á í þessari ferð. Hún hefur löngum verið vinsæl meðal ferðamanna sem leita að sögu, góðum mat,sól og sand. Eyjan er staðsett um 120 km frá Sikiley og er siglt frá Catania í Sikiley þangað. Þar mætast mismunandi þjóðarbrot, hver með sitt einkenni og menningu á eyju með svipaðan fjölda og Island. Eins og á Sikiley hefur mismunandi menning þar blómstrað sem gerir eyjuna svo sérstaka. Saga og menning Möltu má rekja allt aftur til ársins 60 eftir Krist en á eyjunni er að finna Arabiska menningu, Rómverska, frá Fönikíu og frá tímum Byzantiumanna. Nýlegri áhrif má rekja til Frakkalands Napoleons og Englendinga.Gríðarlega fallegar byggingar frá fyrri tíð prýða Valetta, höfuðborg eyjunnar, og hina ýmsu bæi eyjunnar. Hér er að finna ótrúleg mannvirki líkt og virki, Baroque hallir, torg og kirkjur.

Malta státar af mikilli náttúrufegurð og umhverfis hana er tær sjórinn. Hinar smærri systra eyjar Gozo og Comino eru ekki langt frá, hvor með sinn eigin sérstaka sjarma, þar ferð þú aftur aftur i tíma og rúmi. Siglingar þangað hafa löngum þótt spennandi. Sjórinn við strendur Comino er kallaður Bláalónið. Næturlífið á eyjunni er fjörugt og mikið og gott úrval afþreyingar í boði fyrir útskriftarnemendur s.s jeppa safarí, Seqway, fjallahjól, tennis, siglingar, snorkel, köfun, partý siglingar, kajak, fjórhjól auk spennandi skoðunarferða um eyjuna. Þámá nefna að á Möltu er spennandi vatnagarður með fjölda vatns rennibrauta.