Sikiley
Sikiley
SIKILEY er stærsta eyjan i Miðjarðarhafinu og i gegnum aldirnar hafa þar menningarheimar mæst frá, Afríku , Miðausturlöndum og Evrópu. Þessir menningarheimar hafa því haft mikil áhrif á sögu og þróun Sikileyar sem gerir hana einstaka i sögunni. Þar má m.a. finna menjar frá timum Rómverja og forn Grikkja, en á eyjunni eru 7 staðir á minjaskrá UNESCO. Þá má nefna að matarmenning er einstök upplifun og sérlega fjölbreytt sökum hinna mörgu mismunandi menningarheima sem hafa tekið sér bólfestu á eyjunni í gegnum söguna og gera enn.

Náttúrufegurð eyjunnar er rómuð, með fjöllum, skógum, ám og fossaum en á Skiley er að finna stærsta eldfjall Evrópu og er það enn virkt. Þá eiga strendur Sikileyjar vart sinn líka i Evrópu og er umhverfi eyjunnar því ævintýri líkast. Hvort sem þú hefur áhuga á menningu, náttúru, skoðunarferðum eða næturlífi þá finna allir eitthvað við sitt hæfi á Sikiley. Sökum þessa er hún gríðarlega vinsæll ferðamannastaður og tilvalin fyrir útskriftarferð, staður sem lifiráfram í endurminningum seinna meir.