Coba Mayan Upplifunin
Coba Mayan Upplifunin- Svif línan (ZIP)
Við heimsækjum frægar rústir Coba og sjáum hinn einstaka Nohoch Muul pýramida sem er sá hæsti á Yukatan skaga þaðan sem útsýnið er stórfenglegt og einstakt. Við komum við í Maya þorpi og fáum að njóta vel varðveittra náttúru perla staðarins; lón, Cenote neðansjávarhellar, frumskógastígar ásamt litskrúðugum blómum og gróðri.
Við sígum í köðlum niður í Cenote, svífum á ZIP línum yfir lón og skóg, syndum í földum hellum og röltum um frumskóginn. Í ferðinni fáum við mat að hætti heimamanna ásamt köldum drykk. Við hvetjum ykkur til að mæta í ferðina í þægilegum gönguskóm, léttum baðfatnaði og bol og auðvitað sólarvörnina ! Gott er að hafa einnig eitthvað af reiðufé til að versla minjagripi í ferðinni.