Coco Bongo og Næturlífið á Playa
Coco Bongo og Næturlífið á Playa
Úrvalið af því sem er hægt að gera í Playa þegar kvöldið dettur í gang er hreint útsagt Ótrúlegt ! Flestir dans staðir opna í kringum 23 og eru opnir fram undir morgun. Aðgangur er ódýr og jafnvel frítt inn á diskótekin ef mætt er fyrir miðnættið. Heitustu staðirnir eru á fyrstu, fimmtu og tólftu götu í Playa. Þá eru mikill fjöldi af flottum klúbbum niður við ströndina.

Mjög góðir staðir eru eins og Coco Bongo þar sem kvöldið byrjar með bullandi tónlist og sjóðheitri sýningu eins og í VEGAS og svo tekur við dansinn fram langt undir morgun. Á Coco Bongo mæta margir helstu DJ frá Bandaríkjunum og Evrópu. Okkar gestir fara inn á staðinn í gegnum VIP móttökuna :)

Flottir staðir með mismunandi áherslur
Aðrir flottir staðir eru til dæmis:
Mandala Night Club - Einn af 3 bestu klúbbunum í Playa.
Palazzo disco - Aðeins fimmtud, föstudag og laugardag, hægt að fá þjónustu á borðin
La Vaquita - Staðsettur á 12 götu, hægt að heyra tónlistina þeirra utan frá götunni áður en þíð
ákveðið að skella ykkur inn. Köflótta beljan þeirra aðalsmerki :)
Abolengo - Hrikalega vel staðsettur staður, mitt innan um alla aðra og frábært að byrja kvöldið þarna. Samt meira bar en staður til að dansa á
Coco Maya - Klúbbur á ströndinni, best að ganga að honum niður 12 götu
Salsanera - Valkosturinn ef þið ætlið að skella ykkur í Salsa. Lifandi tónlist, staðsettur beint á móti Coco Bongo

Allt flottir staðir með mismunandi takti og áherslu