Playa Del Carmen
Playa Del Carmen
Playa Del Carmen er snotur lítill bær við Riveria Maya ströndina og er um 60 km frá Cancun flugvelli og þangað förum við í loftkældri rútu inn á okkar hótel. Playa Del Carmen er gamall fiskimannabær sem hefur þróast út í þann ferðamannastað sem hann er í dag og náð að varðveita sín sérstöku mexíkósku einkenni sem gera hann svo heillandi. Í Playa er mikið úrval af veitingastöðum, kaffihúsum og börum auk þess sem verðlagið er alveg frábært ef þið viljið gera vel við ykkur. Þá er mikið af verslunum, handverkssölum sem selja þjóðlegan varning, lifandi götulist og markaðir og á kvöldin og fram eftir nóttu er nóg um að vera þannig að stuðið tekur engan enda.

Ferjan til Cozumel er frá Playa en stærsta og flottasta kóralrif heimsins er þar að finna og snilld að snorkla þar og kafa, nú eða leigja sér vespu og keyra hringinn um ótrúlega náttúru eyjunnar og magnað umhverfi. Playa Del Carmen státar af einstöku veðurfari og á ykkar ferðatíma má reikna með 25 - 32 gráðum og glampandi sól. Ekki gleyma sólarvörninni !