KÖFUN & SNORKLUN í ævintýralegu umhverfi
Köfun fyrir alla! 
Köfun er ekki eins erfið og sumir halda, það geta allir farið i köfunarferð ! Jafnvel þeir sem hafa aldrei kafað áður eftir leiðsögn i sundlaug daginn áður. Við erum með afar færa kennara sem fylgja ykkur eins og skugginn, i ótrúlegu umhverfi, eins og það gerist best.

Við köfum við næst stærsta kóralrif heims, innan um fiskatorfur i öllum regnbogans litum, risa skjaldbökur og þá ekki er allt upptalið. Við getum átt von á að sjá risa skötur og risa skjaldbökur.

Allkur búnaður fyrir busslið í vatninu er skaffaður en við hvetjum ykkur til að mæta í ferðina í léttum baðfatnaði, húfur, sólgleraugun og auðvitað sólarvörnina ! Ekki gleyma myndavélinni :)
Snorklað með risa skjaldbökum
Frá hótelinu okkar förum við og heimsækjum 3 mismunandi Cenote eða neðansjávarlón þar sem 2 þeirra bjóða upp á sund. Eitt Cenote er opið með sólglugga að ofan, eitt er lokað og loks eitt sem hefur þurrkast upp og er áhugavert að skoða. Í lónunum sem við syndum í er vatnið ótrúlega hreint og hægt að sjá langar leiðir í því. Eftir þetta er smá tími til að slaka aðeins á, borða aðeins og njóta smá sólbaðs

Eftir þetta förum við í Akumal flóa þar sem við snorklum í kringum kóralrifið en þar gefst okkur kostur á að sjá fjölbreytilegt úrval af fiskum og það getum við synt með risa skjaldbökum. Eftir þetta grípum við sturtur og svo heim aftur á hótelið.

Við hvetjum ykkur til að mæta í ferðina í þægilegum gönguskóm, léttum baðfatnaði og bol og auðvitað sólarvörnina ! Hægt verður að kaupa myndir úr ferðinni sem þarf að greiða á staðnum í reiðufé ef þið viljið