Frumskógarævintýri og fjórhjól
Frumskógarævintýri og fjórhjól
Fyrir þá sem elska náttúruna og smá ævintýri þá er þessi ferð algjör snilld. Við skellum okkur á 250 cc fjórhjól sem sér um að dæla hressilegum skammti af Adrenalíni í skrokkinn :) Þegar sólin skín eru stígarnir töfrandi og ljós og skuggar spila sína leiki. Þegar rignir er klárt að maður þarf að komast í gott bað á eftir en ferðin bara skemmtilegri ef eitthvað er ! Í ferðinni kynnumst við náttúrunni, upplifum flotta staði til að synda og kafa í og förum á ströndina.

Við hvetjum ykkur til að mæta í ferðina í þægilegum gönguskóm, léttum baðfatnaði og bol og auðvitað sólarvörnina !