ALLT INNIFALIÐ
ALLT INNIFALIÐ - Lúxus hótel fyrir þig
Þegar þið komið til Cancun förum við á okkar hótel inn í Playa Del Carmen sem eru svonefnd All Inclusive (Allt Innifalið) hótel sem er 4 - 5 stjörnur með einkaströnd og afgirt hótelsvæði. Okkar hótel eru Viva Wyndham Maya og Viva Wyndham Azteca en þau eru staðsett rétt hjá hvort öðru. Maya hótelið er með 480 herbergi og öll herbergi með loftræstingu, gervihnattar sjónvarpi, sér baðherbergi og þrif eru daglega.

Við komuna á hótelið er boðið upp á kokteil á meðan innritun fer fram.

Allt innifalið táknar m.a að allur morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur er innifalinn á hlaðborði. Þá eru sértækir veitingastaðir einnig innifaldir á hótelinu þar sem lögð er áhersla á ítalska-, mexíkóska-, miðjarahafs- og ameríska matargerð. Snakk barinn alltaf til staðar. Ótakmarkaðir drykkir (áfengislausir og áfengir), heilsufæði og tekið tillit til ofnæmis ef þarf, Lobby bar með lifandi tónlist, internet aðstaða, líkamsrækt, hjólaleiga, bogfimi, klifur, tennis og badminton, sundlaugar, sólbekkir og þjónusta á ströndinni. Ótrúlegt úrval af afþreyingu, þemakvöld og kvöldsýningar. Smelltu hérna til að sjá betur hvað er í boði
Viva Wyndham Resorts, bæði hótelið okkar sem og systurhótelið Azteka eru hluti af svokallaðri All Inclusive programme sem táknar raunverulega að eiginlega flest allt er innifalið í þinni gistingu.

Sem dæmi: 
- Morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur - hlaðborð
- Sértækir veitingastaðir reknir á hótelsvæðinu í allar máltíðir (þarf að panta borð með fyrirvara, krafa um betri klæðnað)
- Ótakmarkaðir drykkir – bæði áfengislausir sem áfengir
- Snakk allan sólarhringinn
- Avextir og drykkir veittir af þjóni á ströndinni og við sundlaugina tvisvar á dag
- Kokteill við komu
- Heilsufæði sé þess óskað (þarf að láta hótel vita fyrir komu)
- Öryggishólf í herbergi
- Straujárn og borð í herbergi
- Tónlistarstöðvar í herbergi
- Herbergjaþrif daglega og skipt um handklæði alla daga
- Skipulagt viðburðarprógram á hverjum degi s.s. kvöldsýningar
- Sundlauga- og strandleikir með verðlaunum í boði
- Þemakvöld, partí og kvöldmatur
- Lifandi tónlist
- Danstímar í karabískum dönsum
- Danskeppni með verðlaunum í boði
- Alþjóðlegt lið skemmtikrafta
- Líkamsrækt með þjálfara
- Matreiðslutímar í mexíkóskri matreiðslugerð
- Kennslutímar í gerð kokteila
- Förðunartímar Stólar og handklæði við ströndina og sundlaugina
- Vikulegur handverksmarkaður rekinn á hótelsvæðinu þar sem innlendir aðilar bjóða úrval af ýmsum varningi (t.d. handverk) til sölu
- Seglbretti með ókeypis hópkennslu
- Siglingar með ókeypis hópkennslu
- Kano eða kayak
- Kennslutími í köfun
 - Vatnapóló Vatnaleikfimi
- Tennis með ókeypis hópkennslu
- Fótbolti
- Eróbik
- Teygjuæfingar
- Bogfimi með ókeypis hópkennslu
- Reiðhjól til afnota
- Boogie bretti
- Strand og sundlauga blak
- Bocce bolti á ströndinni

Afþreying skv. ofangreindum lista getur breyst skv. ákörðun hótelsins án fyrirvara.