KRÓATÍA
Króatía er ekki mjög stórt en einstaklega fagurt land sem liggur að hinu bláa og tæra Adríahafi. Landslagið er
einstakt með allar sínar óteljandi Dalmatíu eyjar, borgir og bæi eins og Dubrovnik, Split, Hvar, Korcula,
Trogir og Zadar. Söguslóðir innan um stórbrotna náttúru með fjöllum, skógum og vötnum
KRÓATÍA
Komdu með í frábæra útskriftarferð með okkur til Króatíu en Króatía hefur löngum verið kölluð Perla Adríahafsins en sjórinn við strandlengjurnar er alveg einstaklega blár og fallegur. Króatía skartar einstaklega fallegri náttúru og fjölbreytileika þegar kemur að áhugaverðum stöðum til að heimsækja, hvort sem um er að ræða þjóðgarðinn Plitvice, fossaana tignarlegu í Krka garðinum, miðbærinn í Dubrovnik með sínum einstaka virkisveggi sem þið hafið séð í Game of Thrones þáttunum en King´s Landing höfuðborgin hefur verið kvikmynduð þar, Diocletian höllin í Splitt, borgarhliðið í Zadar nú eða prófa eitthvað af hinni rómuðu matargerð heimamanna. Veðrið í Króatíu í júní mánuði er yfirleitt svona frá 27 – 33 gráðum og mikilli sól.

UMSAGNIR
„Tvær vikur til að gera nokkurn veginn hvað sem maður vildi“
útskriftarnemar FSH sumarið 2009.
Ég veit ekki hvað fleira ég gæti sagt, ferðin var í heild mjög ánægjuleg og ég mæli með henni!

Úff, bara farið að langa aftur.

Bestu kveðjur,
Veigar Pálsson,
Útskrifarhópur FSH
UM OKKUR
Ferðaskrifstofan Trans Atlantic sérhæfir sig í útskriftarferðum. Ferðaskrifstofan starfar með
það að leiðarljósi að stuðla að auknu framboði, kynna nýja áfangastaði, búa til eftirminnilegar ferðir
og kappkosta að bjóða hagkvæmustu kjörin. Við elskum ferðalög og búum til ferðir sem henta þér og þínum hóp.
Ferðaskrifstofan Trans-Atlantic ehf
Heimilisfang: Síðumúli 13, Reykjavík Strandgata 29