ZADAR
Zadar - Frábært auka stopp
Zadar er gríðarlega falleg borg og skartar stórkostlegum byggingum og er gamli bærinn á minjaskrá UNESCO. Í dag er Zadar mikil ferðamannastaður með allt sem hugurinn girnist; veitingahús, verslanir, markaði og flottar strendur. Zadar var kosinn besti áfangastaður í Evrópu 2016.

Margir hópar kjósa að bæta Zadar við sem hluta af sinni ferð enda gráupplagt þar sem borgin er alveg sérstaklega sjarmerandi og í leiguflugi þá lendum við þar og því ekki að setja inn í prógrammið smá slökun eftir öll lætin áður en haldið er heim ?