VODICE
Vodice - Okkar staður
Vodice er lítill og heillandi smábær við strönd Adríahafsins í 60 km fjarlægð frá flugvellingum í Zadar en þangað fljúgum við. Og í næsta nágrenni er bærinn Sibenik sem við bjóðum einnig ykkur að heimsækja sé áhugi fyrir því. Vodice hefur allt til brunns að bera, gullfallegar strendur, úrval skemmtilstaða, veitingastaða, afþreyingar og fjölbreytt næturlífið er eins og það gerist best fram undir morgun.

Hótelin sem við bjóðum eru 3 – 4 stjörnu hótel og er morgunmatur innifalin. Hótelin eru staðsett nálægt strönd en endanleg staðsetning hótels mun ráðast af stærð ykkar hóps og bókunarstöðu þeirra þegar ákvörðun hópsins liggur fyrir. Sem dæmi um hótel sem við höfum unnið með áður þá er Hotel Olympia staðsett 50 mtr frá ströndu, með eigin sundlaug, strandbari og gott úrval veitinga. Hotel Punta sem við höfum einnig unnið með er einnig staðsett við strönd, með eigin sundlaug og er með vatnasport á svæðinu.