PAG
Pag - Partý eyjan
Í Pag sem er lítil eyja sem undanfarin ár hefur rækilega stimplað sig inn en þar er haldin ein flottasta músíkhátíðin í Evrópu sem heitir HIDEOUT og fer hún fram í Júní mánuði ár hvert. Þá hefur eyjan vaxið stöðugt sem besti partý staðurinn fyrir útskriftarnemendur alls staðar úr Evrópu og á hverju ári koma heitustu DJ úr heimi raftónlistar og Hip Hop þar fram.

Má hér meðal annars nefna Armin Van Buuren, Tiesto, Avicii, David Guetta, Hardwell, Paul Van Dyk,Swedish House Mafia,David Morales og Chemical Brothers og svona heldur listinn áfram endalaust. Þessi staður tryggir ógleymanlega skemmtun ! Ertu ekki barasta með ?

Við fljúgum til Zadar eða Split í beinu leiguflugi ef hópurinn er nægilega stór, en annars fljúgum við þangað með millilendingu á þekktum alþjóðlegum flugvelli.

Eyjan Pag er staðsett við svæðið Novalja en þar gistum við en hægt er að labba út í eyjunana til að taka þátt í öllum herlegheitunum :)