Dubrovnik
Dubrovnik - Game of Thrones
Við bjóðum upp á einstaka og skemmtilega ferð til Dubrovnik sem er stórbrotin borg við Adríahafið, með ótrúlega vel varðveittum mannvirkjum sem ná allt til tíma rómverja. Virkisveggurinn umhverfis borgina er einstakur og stræti borgarinnar aldagömul.

Röltu um í góðra vina hópi um sömu götur og Cersei drottningin á Konungsvöllum í Game of Thrones án þess að eiga það á hættu að vera settur í fangaklefann undir Rauðavirki :)

Nú og ef þú átt erfitt með svefn er gráupplagt að kaupa svefn mixtúru í elsta apóteki heimsins sem er einmitt í borginni !