Santo Domingo
Santo Domingo
Lengd ferðar: 3 klst cirka

Koma með: góða skó td strigaskó, þægilegan fatnað td stuttermabol og stuttbuxur, sólarvörn, sólagleraugu, baðföt og handklæði

Lýsing; Santo Dominco er höfuðborgin og var fyrsta nýlenda Evrópumanna í hinum nýja heimi og voru það Spánverjar sem gerðu það 1492 með komu Kristófers Kólumbusar til landsins. Þess vegna eru áhrif spánverja áberandi frá nýlendutímanum eins og má td sjá í Damas Street og í fyrstu kirkju bæjarins Santa María de la Encanación Metropolitan Cathedral. Við förum í gegnum safnið í Royal House sem er fyrrum Forsetahöll. Göngugatan er Atarazana og var fyrsta verslunargatan í hinum nýja heimi. Einnig er að finna í dag nútímanlega byggingar líkt og Listahöllina (Palace of Fine Arts), Þjóðleikhúsið og núverandi Forsetahöll. Allt þetta fáum við að skoða og njóta að auki hádegisverðar meðan við látum karabískt sjávarloftið leika við okkur