ALLT INNIFALIÐ - Lúxus hótel fyrir þig
ALLT INNIFALIÐ - Lúxus hótel fyrir þig
Þegar þið komið til eyjunnar förum við á okkar hótel sem er svonefnt All Inclusive (Allt Innifalið) hótel sem er 4 - 5 stjörnur með eigin einkaströnd. Okkar hótel er Viva Wyndham Dominicus Beach sem er í Bayahibe La Romana. Hótelið er með 614 herbergi og öll herbergi með loftræstingu, gervihnattar sjónvarpi, sér baðherbergi og þrif eru daglega.
Við komuna á hótelið er boðið upp á kokteil á meðan innritun fer fram.
Allt innifalið táknar m.a að allur morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur er innifalinn á hlaðborði. Þá eru sértækir veitingastaðir einnig innifaldir á hótelinu þar sem lögð er áhersla á ítalska-, mexíkóska-, miðjarahafs- og ameríska matargerð. Snakk barinn alltaf til staðar. Ótakmarkaðir drykkir (áfengislausir og áfengir), heilsufæði og tekið tillit til ofnæmis ef þarf, Lobby bar með lifandi tónlist, internet aðstaða, líkamsrækt, bogfimi, tennis, sundlaugar, sólbekkir og þjónusta á ströndinni. Ótrúlegt úrval af afþreyingu, þemakvöld og kvöldsýningar.