Cesar töffari -
Sjósport og chill
Cesar töffari - Sjósport og chill
Það verður enginn svikinn af heimsókn til Césars. Hann er með allt sjósport á strönd sem er í göngufæri við Punta Arabí. Við höfum haft það fyrir reglu að kíkja á þennan mikla meistara eftir kynningarfundinn á fyrsta degi.

César er fæddur og uppalinn á Ibiza og hefur skemmtilegan og líflegan persónuleika. Við fáum hann til að segja okkur allt frá lókal drykknum Hierbas ásamt því sem hann gefur okkur að smakka þennan leyndardómsfulla eyja líkjör sem meðal annars er búinn til úr fjallagrösum. Margir kíkja svo aftur í heimsókn til Césars meðan þeir dvelja á Punta enda karlinn sanngjarn í verðum á öllu sportinu hvort sem um kajak eða sjóþotur er að ræða !

Endilega hafa með sér sundföt og sólarvörn þegar þið kíkið í heimsókn til þessa mikla Meistara.