Kvöldferð til
Ibiza borgar
Kvöldferð til Ibiza borgar
Við förum þangað í rútu og skellum okkur inn í mannlífið. Byrjum á að kíkja aðeins inn í Dalt Vila hverfið, sem er elsti borgarhlutinn. Röltum um þröngar götur þar sem sagan drýpur af hverjum steini. Við höldum svo niður í gamla hverfið við höfnina, La Marina, þar sem fullt er af verslunum og veitingastöðum. Eftir góðan göngutúr er gefinn frjáls tími sem þið getið nýtt til að versla eða bara njóta.Farið er til baka á fyrirfram ákveðnum tíma eftir miðnætti. Hist er við ákveðið kaffihús sem allir finna og þaðan farið saman sem rútan bíður okkar.

Við mælum með léttum en góðum gönguskóm og léttri yfirhöfn upp á kvöld goluna að gera. Endilega grípa myndavélina með sér og veskið ef á að versla í ferðinni :)