Sólarlagið í San Antonio
Sólarlagið í
San Antonio
San Antonio
Við förum til San Antonio og heimsækjum eitt þekktasta kaffihús eyjunnar Café del Mar og Café Mambo sem er við hliðina á. Á Café Mambo er mikið fjör á hverju kvöldi, bæði í kringum sólarlagið og ekki síður í kringum upphitunarpartý frægra plötusnúða. Við mætum á staðinn rétt fyrir sólsetur og njótum stemningarinnar aðeins fram eftir meðan sólin sígur í sæ.
Eftir það förum við labbandi inn í hið fræga West End hverfi á Ibiza. Stemmningin í West End er bara bullandi mannlíf og fjör en þarna eru skemmtilegar göngugötur og úrval veitingahúsa með og án lifandi tónlistar. Stutt er þar einnig í tvö diskótek, Es Paradis og Eden.
Farið er til baka á fyrirfram ákveðnum tíma en lítið mál auðvitað að verða lengur og grípa leigubíl tilbaka á Punta Arabi.
Við mælum með því að þið passið ykkur á gylliboðum götusala í West End og bara yfirhöfuð fara varlega og halda haus :) Gott að vera í þægilegum skóm og hafa létta yfirhöfn með sér.
Við mælum með því að þið passið ykkur á gylliboðum götusala í West End og bara yfirhöfuð fara varlega og halda haus :) Gott að vera í þægilegum skóm og hafa létta yfirhöfn með sér.