DJAMMIÐ -
Endalaust ? - JÁ
DJAMMIÐ - Endalaust ? - JÁ
Í Ibiza er mikið um að vera. Í Es Canar sem er í göngu fjarlægð frá Punta er úrval af börum, verslunum og veitingastöðum. Þá er ekki lant að fara í leigubíl til San Antonio sem er hinum megin á eyjunni (hún ekki stærri en Seltjarnarnesið - Believe it ! ) en þar eru tugir ef ekki hundruðir staða til að velja úr. Svo eru það klúbbarnir auðvitað sem gera Ibiza að bestu partý eyju heimsins !
Amnesia
Amnesia Staðsett einnig á leiðinni milli Ibiza og San Rafael, þetta er frábær staður sem setur upp ótrúlega flott party. Búðu þig undir eitt besta lazer showið sem þú hefur upplifað sem og þurrísvélina sem dælir skýjum inn á staðinn í gegnum op í dansgólfinu. Magnað fyrirbæri – Takk fyrir !
Privilege
Stærsti næturklúbbur heimsins, hvorki meira né minna samkvæmt heimsmetabók Guinness Book of Records, með pláss fyrir allt að 10,000 manns í einu. Einn þekktasti klúbburinn á Ibiza eyju og sá mest áberandi. Skemmtanir fela meðal annars í sér cirkus atriði, ljósbláar sýningar, skrautgarð innandyra og risastóra sundlaug. Staðsettur mitt á milli Ibiza borgar og San Rafael.Barasta að sleppa sér þarna – stanslaust !
El Divino
Nútímalegur klúbbur á einum fallegasta staðnum við höfnina í Ibiza borg. Gríðarlega vinsæll og þekktur meðal ríkra og frægra snekkjueigenda við höfnina. Við hin komum götumegin að klúbbnum :)
Pacha
Eini klúbburinn á Ibiza sem er opinn allt árið. Fyrsti Pacha klúbburinn opnaði á Ibiza 1973, annar í röðinni og nú eru yfir 70 Pacha víða um heiminn. Hann er svo stór að þú getur hæglega týnst inn í honum – sem sumir hafa lent í ! 15 barir, opinn útigarður með útsýni yfir Ibiza borg, með veitingastað og Sushi bar. Perfecto !
Space
Þetta var fyrsti eftir-lokun klúbburinn sem varð til, en hefur þurft að aðlaga sig aðeins að breyttum reglum um opnunartíma. Hann er staðsettur á Playa d'en Boss rétt við Ibiza borg og er alltaf fantaheitur allt sumarið. Keep it Up!
Es Paradis
Yfirþyrmandi pýramidalöguð bygging með útsýni yfir San Antonio flóa. Með 9 bari og dansgólf sem breytist stundum í vatnspartý. Hot and wet – No problemo Senores!
Eden
Staðsettur við sjávarsíðuna inn í miðbæ San Antonio. Staðurinn tekur 5,000 manns og er þekktastur fyrir froðu partý sem eru yfirþyrmandi. Kannski er bara gott að skella sér í bað