Skoðunarferðir
Skoðunarferðir & skemmtanalíf
Og þegar búið er að skemmta sér út í eitt, baka sólina í tætlur og vaka út í eitt þá er hægt að fara að skipta um gír og skella sér í skemmtilegar skoðunarferðir og upplifa eitthvað nýtt og spennandi.
Meðal annars bjóðum við upp á eftirfarandi ferðir:

- Aqua Park - Vatnsgarðurinn skemmtilegi. Alltaf hægt að hafa gaman þar :)

- Köfunarferð

- Sjóstöng

- Hellaskoðunarferð í Lipa hellinn 

- “Paragliding” (sjó fallhlíf) með flugmanni - stórkostleg upplifun

- Kajak ferð meðfram stönd Adríahafsins þar sem meðal annars er farið inn í hella

- Medjure gilið, eitt þekktasta gil landsins ásamt ferð upp í fjöllin í ægifögru umhverfi í suðurhlíðum Rumja fjalls

- Siglingar á skútum eða vélbátum

- Hestaferðir í náttúru Svartfjallalands

- Rafting niður ánna Tara. Allsherjar adrenalín sprauta sem tekur góðan tíma að trappa sig niður af

- Dagsferð til Albaníu. Spennandi og dularfullt land með ríka sögu, forna menningu og einstaklega fagra náttúru. Gestrisni heimamanna gagnvart gestum er alveg einstök