MEXIKÓ
Við hjá Trans-Atlantic erum sérfræðingar í ferðalögum til Mexíkó og nágrannalöndunum Guatemala og Belize, enda höfum við verið á þessum slóðum á hverju einasta ári siðan 2005 og sent þangað þúsundir einstaklinga i allskonar ferðir m.a í beinu leiguflugi. Flestir okkar farþega hafa valið svo kallaðar Allt Innifalið ferðir á lúxushóteli í bænum Playa Del Carmen (sjá nánar um staðinn hér að neðan).

Ferðin hefst yfirleitt í New York þar sem okkur gefst kostur á því að velja um að skoða áhugaverða staði borgarinnar og/eða nýtatímann til að gera góð kaup í hinum ýmsu verslunum sem þar er að finna eins og HM, Debenhams, Stacy, Mark og Spencer, Zara og margar flr. Gist er eina nótt í borginni áður en flogið er til Mexíkó daginn eftir.

Yucatan skaginn er í Suð-Austur Mexíkó og er hann eitt vinsælasta ferðamannasvæðið þar í landi. Eitt fallegasta svæðið er strandlengjan Riviera Maya. Riviera Maya nær frá Playa Del Secreto til Punta Allen á verndarsvæði Sian Ka'an.

Pálmatré, hvítar strendur og kristaltær sjór. Karíbahafið eins langt og augað eygir. Þar má auk þess sjá Maya pýramída, frumskóg, tær lón og neðanjarðar hella. Er þetta aðeins hluti af því fjölmörgu í þessu stórbrotna umhverfi sem heillar ferðamanninn. Rétt utan við ströndina er svo næst stærsta kóralrif heims með öllum sínum litaafbrigðum og ótrúlegum fjölda fiska í öllum regnbogans litum. Betri stað til köfunar eða til að snorkla er vandfundin. Allar tegundir siglinga og stórfiskaveiði eru vinsæl afþreying á þessum slóðum.

Stærsti bærinn á Riviera Maya er Playa Del Carmen en þar býður ferðaskrifstofan upp á nokkur vel valin 4-5 stjörnu Allt Innifalið (All Inclusive) hótel þar sem stjanað er við okkar gesti. Frá alþjóðlega flugvellinum í Cancun tekur það aðeins um 55 mínútur í rútu að fara til bæjarins.

Stutt er yfir í eyjuna Cozumel, sem heimsfræg er fyrir sina köfunarstaði og staði til að snorkla. Ferð með ferjunni tekur um 40 mínútur og er á svifnökkva.

Yucatan svæðið spannar áhugasvið flestra er þangað koma, hvort sem það er á sviði menningar, náttúru eða afþreyingar af einhverju tagi sem.

Þekktustu pýramídar á Yucatan skaganum eru í Tulum og Coba. Pýramídarnir í Tulum eru í um 30 mínútna akstur frá Playa Del Carmen og eru þeir einu sem standa við sjó í Mexíkó. Þá er Coba sá hæsti á Yucatan skaganum og gnæfir yfir öllu inni í miðjum frumskóginum. Skemmtigarðarnir Xcaret og Xel-Ha eru þeir þekktustu á Yucatan skaganun. Þar er meðal annars hægt að synda með höfrungum. Eru þeir sérlega vel hannaðir með tilliti til náttúrunnar og auka á ævintýralega upplifun þeirra sem þá sækja heim.

Hin mörgu lón inni í skóginum, svokölluð Cenote myndast vegna neðanjarðavatnsfalla og eru þau mjög vinsæl sem sundstaðir ferðamanna enda má finna í mörgum þeirra fiska og skjaldbökur. Vatnið í þeim er ferskvatn og ganga hellar út frá þeim. Má finna stærsta neðanjarðahellakerfi heims á Yucatan skaganum. Lang þekktasta lónið er Gran Cenote.

Eftir velheppnaða ferð og góðar stundir í Mexíkó er haldið aftur til New York og þá flogið heim samdægurs EN hægt er að taka aukanætur í Stóra Eplinu ef fólk kýs.

Innifalið í Ferðakostnaði er eftirfarandi: 

- Gisting í New York á útleið
- Gisting á Playa Del Carmen með " allt innifalið " SKOÐA NÁNAR
- Flug Keflavík - JFK New York - Cancnun í Mexíkó og tilbaka ásamt öllum sköttum og gjöldum
- Akstur frá flugvelli á hótel og tilbaka í USA og Mexíkó
- Íslenskur fararstjóri