Catamaran ferð
til Formentera
Catamaran ferð til Formentera
Þetta er vinsælasta skoðunarferðin okkar. Við getum tekið hana sem morgunferð og heim um eftirmiðdaginn eða byrjað um eftirmiðdaginn og komið heim um kvöldið.

Frammi í bátnum eru net sem vinsælt er að liggja og njóta sólarinnar og haf. Fljótalega eftir að lagt er af stað gerir ykkar kafteinn góða Sangriu handa farþegum. Þegar komið er til Formentera er alltaf stoppað við hina frábæru strönd Iletas en þaðan er ferjað í land en ef ekki er valið að kíkja á eyjuna er hægt að slaka bara á um borð eða að stinga sér í tæran sjóinn og synda í kringum bátinn og þeir allra hörðustu synda í land :)

Gert er ráð fyrir cirka 2 klst. stoppi og á meðan er hluti áhafnarinnar að undirbúa grillmat handa ykkur sem borðaður er um borð í bátnum. Grillmatur, kjúklingabringur, svínakjöt, kartöflusalat, ítalskt salat, ferskt salat og brauð. Eftir matinn er bara „chill“ og fólk heldur áfram að leika sér í sjónum og síðan er haldið til baka.

Við hvetjum farþega til þess að borða vel áður en lagt er að stað í ferðina og taka með sér sundföt, handklæði og sólarvörn.