Menning Spánverja og Maya
Töfrandi heimur árið um kring
Menning Spánverja og Maya
Töfrandi heimur árið um kring
Ferðaskrifstofan býður nú upp á alveg einstaka Ævintýraferð til þriggja landa sem veitir þér einstaka innsýn inn í hinn forna menningarheim Maya índíána í löndum Mið Ameríku þ.a.s Mexíkó, Gvatemala og Belís, en Mayar voru gríðarlega mikil menningarþjóð.
Við kynnumst stórkostlegri náttúru og fjölbreyttu dýralífi, ferðumst inn á töfrandi regnskógasvæði, kynnumst Maya indíánum og skoðum gamlar menningarborgir þeirra. Syndum í kristaltærum sjónum við næst stærsta kóralrif heims, innan um fiska í öllum regnbogans litum og hverfum aftur í tíma og rúmi.
Einstök upplifun sem lifir alltaf í minningunni, jafn dulúðug, heillandi og eftirminnileg.