MEXÍKÓ - ÆVINTÝRALEGUR LÚXUS

Komdu með í einstaka og eftirminnilega Útskriftarferð með okkur til Playa Del Carmen við Yukatan skaga á Riveria Maya ströndinni í Mexíkó. Pálmatré, hvítar strendur og kristaltær sjór. Karabíska hafið eins langt og augað eygir. Upplifðu endalaust ævintýri á daginn í köfun eða snorkli með riasskjaldbökum og fiskum í öllum regnbogans litum, á hraðbátum, fjórhjólaferðum í gegnum frumskóginn, renna sér á sviflínu, príla upp pýramida, synda í neðansjávarlónum, taka hjólatúr, grípa kaldann á ströndinni eða prútta um vöruverð niður í bæ. Á kvöldin er hægt að skella sér í salsa, fara í pöbba rölt, prófa strand klúbbana eða heimsækja Coco Bongo sem slær allt út – staðurinn þar sem nóttin tekur engan enda !


Á leiðinni til Mexíkó stoppum við eina nótt í Stóra Eplinu, New York, þar sem við gerum eitthvað súper skemmtilegt sem þið veljið með okkur enda borgin hreint út sagt frábær.

Láttu okkur skipuleggja ferðina með þér en við höfum verið með Útskriftarferðir til Mexíkó árlega síðan 2004 og höfum einstaka þekkingu á þessum stað !

Ætlar þinn skóli með okkur í ógleymanlega útskriftarferð?