
KRISTÍN HARÐARDÓTTIR
"Kristín Harðardóttir – 59 ára. Rannsóknastjóri við Háskóla Íslands og Mannfræðingur. Elska að ferðast, uppgötva nýja staði, óvenjulegar slóðir og vinna með áhugaverðu og skemmtilegu fólki."

HELGA VALA
"Ég er tómstunda- og félagsmálafræðingur. Ég starfaði sem forstöðumaður í félagsmiðstöðvum í 17 ár en starfa núna sem flugfreyja og hef gert frá 2018. Ég hef mikinn áhuga á að vinna með ungu fólki, bæði í leik og starfi. Ég bý á Spáni og nýti hvert tækifæri til að ferðast og sjá heiminn. Frá 2019 hef ég unnið sem fararstjóri fyrir Trans-Atlantic og farið með útskriftarnema frá hinum ýmsu framhaldsskólum til Mexíkó."

BERGLIND BALDURSDÓTTIR
"Ég hef unnið sem flugfreyja hjá Icelandair í mörg ár og sem fararstjóri víða um heiminn. Mín helstu áhugamál eru að renna mér niður snæviþaktar skíðabrekkur alpanna og að ferðast hingað og þangað til að upplifa ótal ævintýri, drekka í mig menningu og hitta skemmtilegt fólk"

KRISTJÁN JÓHANN KRISTJÁNSSON
"Ég er mikill ferðalangur í hjarta og bjó til að mynda á Spáni í 15 ár. Fyrir vikið tala ég afar góða spænsku. Ég hef ferðast með hópa fyrir Transatlantic síðan 2018 til Spánar og Mexíkó. Er mjög rólegur í skapi og mjög vanur að vinna með ólíkum hópum og fólki þar sem ég sé um 2 hótel í Reykjavík, svona inn á milli ferða. Mottóið mitt er - það eru engin vandamál, bara mismunandi lausnir."

ÁSDÍS RÓSA ÁSGEIRSDÓTTIR
"Ég er lögfræðingur og fasteignasali. Ég fór sjálf til Mexíkó í útskriftarferð og það er besti staður í heiminum fyrir útskríftarferð, þvílíkt ævintýri á hverjum degi! Ég hef verið fararstjóri innanlands og utan og meðal annars farið með útskriftarhópa til Mexíkó á undanförnum árum. Ég starfaði um árabil í útvarpi, bæði á Fm957 og K100."

ÍRIS GUÐMUNDSDÓTTIR
"Ég er kennari að mennt en hef lengst af unnið sem flugfreyja hjá Icelandair og var um tíma flugfreyja í einkaþotu. Ég hef mjög gaman að því að ferðast og hef ferðast mikið í gegnum tíðina ásamt því að fara á tónleika erlendis. Hef búið á nokkrum stöðum erlendis og síðastliðin 5 ár hef ég búið á Spáni. Íþróttir og matur hefur verið mitt helsta áhugamál. Ég er margfaldur Íslands- og bikarmeistari í handbolta og spilaði ég með Haukum í 24 ár, stunda skíði, elska jóga og stunda golf að kappi. Er alltaf til í að prófa eitthvað nýtt og er padel það nýjasta nýtt. Að borða framandi mat á nýjum slóðum heillar alltaf og geri ég talsvert af því. Ég hef unnið sem fararstjóri hjá Trans-Atlantic í 2 ár og hefur það starf komið skemmtilega á óvart."

MATTHILDUR RÚNARSDÓTTIR
"Ég er kennari í framhaldsskóla og hef verið við kennslu í 27 ár. Mér líður best í náttúrunni og á hlaupum um fjöll og firnindi, innanlands sem utan í góðum hópi vina og fjölskyldu. Ég hef farið í eina ferð til Mexíkó sem fararstjóri og hlakka til næstu ferðar."

GUÐNÝ RUT GYLFADÓTTIR
"Ég hef áhuga á fólki, lífinu og læra eitthvað nýtt. Elska að ferðast um heiminn á framandi staði, kynnast nýjum stöðum og menningu. Læra, hlæja og njóta eru mín einkunnarorð. Ég er kennari í unglingadeild og hef kennt í mörg ár."

SÓLBJÖRG HARÐARDÓTTIR
"Ég er grunnskólakennari og hef mikla reynslu af því að starfa með ungu fólki. Ég hef farið í ýmsar ferðir sem fararstjóri bæði innanlands sem erlendis."

LINDA BJÖRK JÓNSDÓTTIR
"Ég starfa sem flugfreyja auk þess að vera menntaður lögrfæðingur. Ég elska að ferðast, hef mikla þjónustulund og er góð í mannlegum samskiptum. Ég er jákvæð, skipulögð og hef brennandi áhuga á því að leiða hópa og skapa jákvæða upplifun."