LLORET DE MAR Á COSTA BRAVA | ÚTSKRIFTARPARTÍ ÁRSINS

Í þessari ferð sem Nussun og Húgó í samvinnu við DJ Eisa standa fyrir verður tekið vel á skemmtanahaldinu og bæði verða sérstök Íslendingapartý í flottasta klúbbi Costa Brava, Tropics og einnig stefnt á sérstakt strandpartý líka. Strákarnir sjá til þess að keyra flotta stemmningu og gera þessa atburði eftirminnilega.
Þrautreyndir fararstjórar sjá svo um að halda vel utan um alla sem fara í ferðina með Strákunum enda ferðaskrifstofan séð um útskriftarferðir fyrir meira en 20.000 nemendur í gegnum árin.

Lloret de Mar er einn vinsælasti áfangastaðurinn á Costa Brava ströndinni á Spáni og staðsettur í Girona héraðinu í Katalóníu.
Lloret de Mar er þekkt fyrir dreymandi strendur, fjörugt og fjölbreytt næturlíf og iðandi mannlíf. Þá er stutt í ströndina, verslunargöturnar og auðvitað alla afþreyingu hvort sem þið viljið skella ykkur á Catamaran Partýbát með drykkjum, tónlist og skemmtun, fara í Go Kartið, keppa á JetSki eða gera eitthvað annað skemmtilegt með góðum vinum.

Staðurinn er allt sumarið þétt setin af ungu fólki sem kemur m.a frá Hollandi, Frakklandi, Belgíu, Spáni auðvitað, Þýskalandi og Norðurlöndunum til að fagna próflokum og til að sækja tónleikaveislur með mörgum af stærstu nöfnum Evrópu í stórum og flottum klúbbum í miðbænum.

Ferðadagar í boði eru frá 27. Maí til loka Júní 2026 og bæði flogið í áætlunarflugi og með leiguvélum, allt háð stærð hópa og dagsetningum. Gist er á 3-4 stjörnu hótelum og hægt að velja pakka með morgunmat eingöngu, hálfu eða fullu fæði fæði aukalega og svo auðvitað “ALLT INNIFALIД pakkann.

Innifalið í öllum pökkum eru giggin með Strákunum, bæði á daginn og á kvöldin og eru þessir viðburðir aðeins fyrir okkar hópa.

Sendu okkur fyrirspurn fyrir þinn hóp eða bókaðu kynningu með Strákunum fyrir þinn skóla hér að neðan.

HVAÐ ER INNIFALIÐ Í PAKKANUM?

Ætlar þinn skóli með okkur í ógleymanlega útskriftarferð?