Komdu með í einstaka og eftirminnilega Útskriftarferð með okkur til Playa Del Carmen við Yukatan skaga á Riveria Maya ströndinni í Mexíkó. Pálmatré, hvítar strendur og kristaltær sjór. Karabíska hafið eins langt og augað eygir. Upplifðu endalaust ævintýri á daginn í köfun eða snorkli með riasskjaldbökum og fiskum í öllum regnbogans litum, á hraðbátum, fjórhjólaferðum í gegnum frumskóginn, renna sér á sviflínu, príla upp pýramida, synda í neðansjávarlónum, taka hjólatúr, grípa kaldann á ströndinni eða prútta um vöruverð niður í bæ. Á kvöldin er hægt að skella sér í salsa, fara í pöbba rölt, prófa strand klúbbana eða heimsækja Coco Bongo sem slær allt út – staðurinn þar sem nóttin tekur engan enda !