SVARTFJALLALAND - PERLAN VIÐ ADRÍAHAF

Komdu með í glænýja ferð til Montenegro (Svartfjallaland) við Adríahafið. Mikil náttúrufegurð sem umlykur forna menningu ogfallegar strendur í einstaklega mikilli og hrífandi náttúru hvert sem litið er. 

Okkar áfangastaður í þessu heillandi landi er Budva sem liggur við ströndina, en þessi vinsæli ferðamannabær skartar heillandi byggingum frá fyrri öldum, litríku iðandi mannlífi, úrvali af veitingastöðum, kaffihúsum, krám og svo má auðvitað ekki gleyma næturlífinu en Budva hefur undanfarin ár skipað sér sess sem mest spennandi valkostur ungs fólks við Adríahafið.

Þá er í boði úrval afþreyingar og skemmtunar þannig að engum þarf að leiðast og svo má auðvitað ekki gleyma hótelinu sjálfu þar sem við bjóðum upp á Allt Innifalið.

Ætlar þinn skóli með okkur í ógleymanlega útskriftarferð?